10 leiðir til að matreiða núðlur Nr. 1 “Good ol' noodl's”
Takið núðlurnar úr umbúðunum og sjóðið. Borðið síðan úr skál eða öðru djúpu íláti. (best þekkta leiðin)

Nr. 2 “Núðlusnakk”
Takið núðlupakkann og hendið honum í jörðina, veggi, loft og aðra hluti. Endilega berja því og lemja líka utan í hinu ýmsu hluti. Einnig virkar vel að berja núðlupakkann með því sem hendi er næst (kústi, sleif, bíldekki, lyklaborði, u name it…) og er þetta allt saman hin besta leið til að fá útrás fyrir reiði. Svo er núðlupakkinn opnaður og núðlubrotin borðuð sem ‘snakk’ með hinni bestu list. Þetta er lítið sem ekkert fitandi snakk (ég hef enn ekki framkvæmt nein próf nema að láta kött vinar míns borða svona, honum hefur ekki orðið meint af þessu … ennþá…).

Nr. 3 “Núðlumjólk”
Þessi uppskrift er mjög góð fyrir þá sem ofbörðu aumingja núðlupokann við að framkvæma uppskrift nr. 2 og breyttu núðlunum í núðluduft. Berjið, merjið, lemjið, kremjið og mölvið núðlupakka (fyrir nákvæmari leiðbeiningar um hvernig skal bera sig að því sjá uppskrift nr. 2) þangað til innihald pakkans er orðið að dufti. Setjið duftið útí glas og hellið mjólk ofan í. Því næst skal sækja skeið og setja flatari enda hennar ofan í glasið en halda skal í hinn. Svo er skeiðinni snúið hring eftir hring í glasinu til að blanda duftinu og mjólkinni saman. Wholla! Eitt stykki gómsæt núðlumjólk!

Nr. 4 “Núðlur á teini”
Byrjað er á því að fjarlægja umbúðir utan af núðlunum. Því næst eru þær soðnar. Soðningin fer fram á þann hátt að núðlurnar eru setta í pott fullan af vatni sem er svo hitaður til suðumarks og munu þá núlurnar soðnar vera. Best er að gera þetta við opinn eld yfir eldstæðinu úti á hlaði. Því næst er núðlunum vafið uppá tein og grillaðar hvort sem yfir opnum eldi eða á gasgrilli, bragðið helst það sama, fullkomið!

Nr. 5 “Núðlupinnar”
Núðlur eru teknar úr umbúðunum og soðnar (fyrir nákvæmari leiðbeiningar um hvernig skal sjóða núðlur sjá nr. 4). Því næst er þeim vafið uppá notaðar íspinnaspýtur (ef svo óvenjulega vill til að það séu ekki til heima hjá ykkur er hið minnsta mál að fá lánað hjá nágrannanum, svo er spýtunum einfaldlega skilað eftir notkun) og settar inní frysti (best er að frysta núðlupinna við alkul, -273 gráður á celsíus). Þegar núðlurnar hafa frosið til fulls eru núðlupinnarnir tilbúnir til átu, ísköld og gómsæt freisting!

Nr. 6 “Núðlupúðar á priki”
Núlur eru fjarlægðar úr umbúðunum og soðnar (sjá nr. 4 fyrir meiri upplýsingar) uppúr bensíni (ef þú átt ekki fernu með bensíni inní ísskáp er ekkert mál að hlaupa út á næstu bensínstöð og fylla pottinn). Ef eldað er með gashelluborði skal fara varlega að þar sem bensín á það til að fuðra upp með látum og kveikja í nálægum hlutum en sem betur fer aðeins í fáum tilfellum. Þegar núðlurnar eru fullsoðnar skal vefja þeim uppá pinna (helst úr viði fyrir náttúrulegra bragð) og leyfa þeim að þorna. Þegar núðlurnar eru þornaðar eru þetta orðnir gómsætir núðlupúðar sem skal steikja yfir opnum eldi (frábært fyrir útilegur). Einstaka núðlupúðar brenna upp til agna en ekki láta það stoppa ykkur, reynið bara aftur (en ef þið eruð mjög óheppin kviknar jafnvel í öllum núðlupúðunum ykkar).

Nr. 7 “Steiktar núðlur” eða “núðlkon”
Núðlur eru aðskildar frá umbúðum sínum og settar á pönnu sem hefur verið smurð með smjöri, smjörlíki, ólífuolíu eða dýrafitu. Því næst er kveikt undir pönnunni (Ath. ef þú ert með helluborð þarftu sennilega að snúa tökkunum á því til að hitni í hellunum, það dugir ekki einfaldlega að kveikja undir þeim með eldfærum) og núðlurnar steiktar á pönnunni þangað til þær eru orðnar brúnar og stökkar. Nú ertu kominn með gómsætann skammt af núðlkoni tilbúinn til að leggja sér til munns (varist að taka strax af pönnunni með berum höndum, það hefur komið fyrir að fólk brenni sig útaf hitanum, leyfið að kólna eða einfaldlega notið einhver áhöld til þess (helst aumt plast eins og einnota plasthnífapör).

Nr. 8 “Snöggar og litríkar”
Sneggsta leið til að elda núðlur sem þekkt er. Hendið núðlunum inní örbylgjuofn (ekki skaðar að láta nokkur hnífapör fylgja með) og stilla á 3-5 mín. Þegar tíminn er liðinn ættu umbúðirnar að hafa bráðað og samblandast núðlunum þannig að núðlurnar beri nú sama lit og umbúðirnar (þannig sparar þetta dýrmætan tíma sem fer í að taka umbúðirnar utan af núðlunum) því næst er þessu öllu saman skóflað í sig á mettíma. Eldsnögg og skemmtileg máltíð.

Nr. 9 “Núðlur í grænu gumsi” eða “núðletta”
Núðlurnar eru fjarlægðar úr umbúðunum og settar í pott. Út í pottinn er svo hellt 1-2 daga gömlu uppþvottaskólpi ásamt hinum ýmsu matarleifum frá eldri máltíðum (matur er nefnilega eins og vín, því eldri, því betri). Þessu er svo hrært lauslega saman (fyrir nánari upplýsingar um hvernig hræring fer fram sjá nr. 3) og soðið. Því næst er þessu skelt á pönnu og eldað á sama hátt og ‘ommuletta’. Núðlettan er svo tilbúin þegar hún helst saman í einu lagi og er farin að taka á sig dökkgrænan lit. Borðist með hníf, gaffli, skeið, guðsgöfflunum eða bara hverju því sem fólki dettur í hug. Ef einhverjum verður illt í maganum eftir að hafa borðað núðlettuna er það einfaldlega vegna þess að viðkomandi er ekki vanur svona guðdómlegum kræsingum (það er ekki matareitrun úr gamla matnum eða uppþvottaskólpinu hvað sem viðkomandi segir!).

Nr. 10 “Dýsætar núðlur í chop kittie”
Núðlurnar eru teknar innan úr umbúðunum en umbúðunum hennt í gólfið nálægt. Því næst eru 2 lítrar af sýrópi settir í pott og núðlurnar soðnar uppúr því (þetta ætti að gefa sætan keim, einnig má sjóða núðlurnar í ediki ef viðkomandi er meira fyrir beiskan og bragðsterkan mat). Það getur reynst erfitt að ná upp suðu í sýrópi vegna þess hve mikið fljótandi nitur er í því (í svoleiðis tilfellum skal einfaldlega sletta smá hreinu alcoholi í pottinn og kveikja í).
Þegar núðlurnar eru vel soðnar er lækkað undir pottinum og þær látnar malla. Á meðan núðlurnar malla er náð í kattakjöt inní ísskáp (ef svo undarlega vill til að kattarkjöt er ekki til á heimili þínu skal einfladlega fara á næsta kínverska veitingastað í nágrenninu og kaupa gómsætt eðalkattakjöt). Smá slurki af sýrópinu er hellt á pönnu, kjötið skorið í litla bita og djúpsteikt uppúr sýrópinu á pönnunni. Þegar kjötið er orðið fallega gullbrúnt er það mátulegt og því blandað við núðlurnar í skál. Svo er bara að fá sér á disk og endilega gefið vinum og vandamönnum með ykkur.

Verði ykkur að góðu við að prófa þessar uppskriftir og vil ég minna á að núðlur eru á hlægilegu verði (15 kr. pakkinn útí Bónus).

ATH! Ég hvet fólk EKKI til að leika sumar uppskirftir eftir (sem innihalda eitthvað eldfimt + eld) ATH!