Jæja nú er sumarið alveg að koma og ég held að mörgum langar að skella góðri steik beint á grillið, allaveganna langar mér að gera það.
En ef að maður er að fara að grilla þarf maður að hafa allt á hreinu, ég er að hugsa um að gefa ykkur nokkur góð ráð sem að þið getið notað áður en að það verður grill partý heima hjá ykkur.
Margir virðast halda að fara að grilla sé ekkert mál, en það er erfitt einkum fyrir byrjendur, t.d þegar að maður vill hafa allt tilbúið á sama tíma.
Það er mjög mikilvægt að gegnsteikja fuglakjöt og hakkað kjöt (hamborgara) en um leið að passa að ekkert brenni, það er mjög miklvægt vegna þess að ef að kjötið er ekki gegnsteikt er mikil hætta á matarsýklum.
Okay það sem að þið þurfið að muna er að:
1) Ekki grilla yfir logandi kolum, býðið eftir því að eldurinn er slökknaður og kolin glóa.
2) Gegnsteikjum hakkað kjöt (hamborgara), fuglakjöt og svínakjöt.
3)Ekki láta hráan kjötfasa fara yfir á grillaða kjötið eða á hrásalladið.
4) EKKI láta kjötið brenna.
5) Látum fituna ekki leka á kolin.
Kjúklingar og fuglakjöt.
Miklum árangri hefur verið náð í útrýmingu Salmonellu og Campylobacter úr kjúklingum hér á landi. Þó verður að gera ráð fyrir að Campylobacter geti verið í kjúklingum og öðrum alifuglum. Því er mjög mikilvægt að gegnsteikja fuglakjöt.
Salmonella hefur komið upp á svínabúum, en hefur þó ekki fundist í svínakjöti á markaði.
Hakkað kjöt (Hamborgarar).
Það getur verið sjúkdómavaldandi bakteríur á kjötinu, Á heilum kjötstykkjum eru bakteríur fyrst og fremst á yfirborði, þær drepast því fljótt við grillun þó kjötið sé ekki alltaf gegnsteikt. En bakteríur dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað, þess vegna er nauðsynlegt að gegnsteikja hamborgara og aðrar rétti úr hakki.
Passið ykkur á því þegar að þið eruð að grilla að blóð úr kjötinu fari ekki yfir á kjötið sem að búið er að steikja.
Hafið sitthvort ílátið fyrir hráa kjótið og grillaða kjötið.
Einnig þarf að huga að því að nota ekki sömu töng fyrir hráa og grillaða kjötið.
Ekki borða brenndan mat:
Þegar að þú ert að grilla er nauðsinlegt að gefa sér góðan tíma, ekki vera gráðugur og vilja fá matinn strax á diskinn.
Ekki skella kjötinu á grillið ef að það logar en í Kolunum, gefðu þér tíma og bíddu.
Jæja þá er bara að skella kjötinu á grillið og fá sér að borða.
Verði ykkur af góðu.
-Peli-