Áðan var ég úti í körfu með vinum mínum en ég var orðinn svo svöng að ég og Dagmar fórum inn.. “hmmm.. hvað eigum við að éta????”
Já Dagmar var ekki lengi að finna upp á því! “Árný, bakaðu vöfflur!!!” Ég ákvað þá að skella í vöfflur! ( ég tala eins og vön húsmóðpir ):P

Hér er uppskrifin sem ég fór eftir

- Vöfflur

2 bollar hveiti
1 msk. sykur
2 egg
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. natron (madarsódi)
125 g. smjörlíki (brætt)
- mjólk og vanilludropar..

Setur mjólk þannag til þetta er hæfilega þykkt eða þunnt.. ekki of þykkt, ekki of þunnt!
EKKI HRÆRA DEIGIÐ OG MIKIÐ, það verður seigt!

- Já ég setti á mig svuntu, vá ég meina það, djöfull er ég getnaðarleg með svuntu.. nei segi svona… ;)
Já ég setti allt í einu út í og hrærði með sleif..?????
Hvað var það, þetta fór allt í kekki og ógeð þannig ég skellti í aðra uppskrift. Notaði þá handþeytara. Miklu betra!! Ég skelli síðan vöffludeiginu í vöfflujárnið og út komu .mmmmm.. vöfflur:P

Vaffla með rjóma, sultu og súkkulaði glassúr er málið..

Dagmar át eila allar vöfflurnar og ég var mjög stolt.. hún hældi mér bak og fyrir…

- Það er reyndar annað mál.. en það þarf alltaf að þrífa eftir sig! sem er ekki gaman.. Gamla deigið (sem ég notaði ekki var eins og steypa)
´
Vöfflur lengi lifi!
Daddara..