Hvernig vilja stjörnumerkin hafa matinn sinn? lestu um það hér fyrir neðan ;)
Hrúturinn
Hrúturinn vill fjölbreytni og ef þú býður honum í boð er sniðugt að vera með hlaðborð eða bjóða upp á fullt af forréttum. Eldmerki vilja mat sem er vel kryddaður. Hrúturinn þolir ekki daufan mat og vill bæta kryddi út í matinn, eins og basil, kanil og karrý. Mundu þegar að þú eldar handa hrút, því sterkara-því betra.
Nautið
Nautið vill sætan mat og líkar múskat og kanill og þess háttar. Jarðmerki vilja hagnýtan mat og eru dugleg við að búa til gómsæta rétti úr afgöngum frá því í gær. Minta og parsley eru krydd sem nautinu líkar. Nautið vill gæða sér á máltíð sem er seðjandi og safarík, svo ekki reyna bjóða nautinu upp á skyndibita.
Krabbinn
Krabbinn er heimakær, eins og vatnsmerki er líkt, og vill þægilegan mat. Krabbinn er frábær kokkur og lítið mál fyrir hann að útbúa máltíð með uppáhals bragðinu, t.d. basil, hvítlauk, minta, múskat og vanilla.
Tvíburinn
Tvíburinn er alltaf á ferðinni svo að hann er að leita af einhverju sem hann getur tekið með sér eða tekur stutta stund að útbúa. Tvíburinn er hrifinn af engifer og steinselju og eins og loftmerki sæmir, vill tvíburinn fjölbreytni í matargerð.
Ljónið
Gefðu ljóninu sólkjarnafræ að maula á og það er í sjöunda himni. Ljónið vill sterkan mat frá sólríkum og heitum stöðum eins og frá miðjarðarhafs löndunum. Hvítlaukur er ekki bragð sem fellur ljóninu í geð en því líkar múskat og steinselja. Mundu að ljónið vill það besta af öllu.
Meyjan
Trausta meyjan vill myntu, steinselju, vanillu og flestar jurtir. Meyjan vill máltíð sem er útbúin og borin fram á hefðbundin hátt og ekkert má vanta. Meyjan er með góðan smekk og býr til góðan mat.
Vogin
Vogin fær sér tvennt af öllu og það getur tekið hana góða stund að ákveða hvað hún nákvæmlega hún vill. Venjulega eldar hún eitthvað tvennt því hún veit ekki hvort hún vill. Líklegt er að vogin noti engifer, myntu og vanillu í matargerðina.
Sporðdrekinn
Hjá sporðdrekanum snýst allt um styrkleikann. Sporðdrekinn vill bragðsterkan mat, kryddaðan með kryddi eins og basil, kanil, karrý, hvítlauk og engifer. Maturinn skal vera rauður ef mögulegt er. En þar sem sporðdrekinn er vatnsmerki, vill hann einnig mat sem minnir á heimkynni sín.
Bogamaðurinn
Bogamaðurinn er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og framandi.
Eldurinn í þeim leiðir þá í heitan og sterkan mat með djörfu bragði, eins og karrý og hvítlauk. Bogamaðurinn er einnig hrifinn af gráfíkjum og bláum lit.
Steingeitin
Steingeitin sem er ávallt staðföst og hagsýn vill hefðbundin mat. Þú gefur ekki steingeitinni framandi krydd eins og engifer og basil heldur frekar steinselju og múskat. Steingeitin er fyrir útilátnar máltíðar sem hún verður södd af.
Vatnsberinn
Vatnsberinn stjórnar ólífutrénu sem virkar vel fyrir loftmerki sem vill rífa í sig snarl og svo fara. Vatnsberinn vill fjölbreytta bragðmikla fæðu og þ.á.m. hvítlauk og engifer. Þó svo að vatnsberinn borði nánast allt, þá vill hann helst fara út að borða.
Fiskurinn
Fiskurinn er að sjálfsögðu mjög hrifinn af sjávarafurðum, hvort sem það er soðinn lax eða framandi kolkrabbi. Fiskurinn mun gleypa það í sig. Þeirra sérstaka krydd er mynta, múskat og vanilla. Fiskurinn vill líka að maturinn sem hann neytir sé lífrænn.