HALLÓ!
Ég bý í svíþjóð og hér í malmö þar sem ég bý er ekki bara mötuneitindi með dýrindis mat í skólanum heldur líka það að malmö gerir svo mikið úr þessu, það er með sér link um mat á netsíðu malmös og senda út bæklinga um mat og svo gera þeir svona vikur eins og heimsvika þar sem búinn verður til matur úr öllum heimsins hornum!!
Í dag var dýrindis taco kássa í pítubrauðum með ljúffengri kebab dressingu!!!
Og þetta er sko alls ekki illa gerður matur!!
Svo ef maður er grænmetisæta þá er alltaf hægt að velja um tvo rétti. T.d. hamborgarar og pasta!!!
Svo er salat borð og drykkjaborð og stundum er meira að segja eftirréttur eins og vöfflur eða pönnukökur!!!
Spurningin mín er sú afhverju þetta getur ekki verið komið upp á íslandi? Ég veit að sumir skólar hafa tekið uppá þessu en það eru bara örfáir!! Ég er að tala um að Reykjavíkur svæðið mundi sjá um þetta í sameiningu um alla skóla sem tilheyra Höfuðborgarsvæðinu!!
Þá væri sami matur í hverjum skóla á hverjum dag!!!
Ef að Malmö sem er með nokkuð mikið fleiri íbúa en á öllu íslandi getur gert þetta afhverju ætti þá ekki Reykjavík að geta þetta eða jafnvel allt Hövuðborgarsvæði???????
Mér þætti vænt um að fá álit við þessu frá þér!!!

Ef þér leiddist greinin mín voðalega mikið þá skrifa ég upp uppskrift á besta heimagerða konfekti sem ég veit um hér að neðan:

Piparmintukúlur að hætti mín!!! (soldið sætt en………jæja)

taktu eins og tvær almennilegar kartöflur og sjóddu þær vel, Stappaðu þeim svo vel ofan í skál þannig að það séu engir köklar, Svo bætiru flórsykri ofan í skálina og heldur áfram að stappa þessu með gaffli (gott að nota gaffal), kartöflurnar eru núna mjög mjúkar en þú setur meiri og meiri flórsykur ofan í skálina alveg þangað til að blandan er orðin hörð og ervið að stabba og þá seturu smá piparminntudropa ofan í (eins og ein og hálf teskeið, fer eftir smekk) og svo byrjaru að mynda littlar kúlur úr þessu(í konfektsstærð) og svo geturu hitað upp súkkulaði og rúllað kúlunum upp í súkkulaðinu (einnig gott að bæta kókos á súkkulaðið) ;)