Ávaxtakaka HRÁEFNI
2 EPLI, NOKKUR VÍNBER, PLÓMA EÐA RÚSÍNUR.

1 MSK. SYKUR

2 DL HVEITI (eða 1 dl hveiti og 1 dl heilhveiti)

1-2 MSK. SYKUR

80 GRÖMM SMJÖRLÍKI


AÐFERÐ
1. Smurðu eldfast móy eða kökuform.
2. Þvoðu ávextina í köldu vatni. Flysjaðu eplin taktu úr þeim kjarnann og steinana úr öllum ávöxtunum.
3. Skerðu ávextina svona miðlungs stóra og settu þá í mótið. Stráðu sykrinum yfir.
4.Blandaðu þurrefnunum saman í skál og klíptu smjörlíkið út í.
5. Settu deigið yfir ávextina og bakaðu kökuna í miðjum ofni í
20 mín. Bakað við 200°C.


Gott er að bera þetta fram með þeyttum rjóma eða ís.