kalkúnn? Ég veit ekki, kann bara að búa til kjulla (fullt af kryddi, pestó og volla!). Þ
að er líka sniðugt, því að þú ert að elda fyrir svona marga er að hafa t.d. ristabrauð og lax, bæði grafinn og hinseginn, silung og eitthvað þannig í forrétt með graflaxsósu. Voðalega gott en það er náttúrulega bara smekksatriði.
Svo er eitt sem er rosalega gott. Það er svona Taco salat. Þú steikir kjúkling, finnur svona taco's skeljar og mjög milda salsa sósu, salat, tómatar, gúrkur og paprika (laukur) og það er bara kominn dýrindis forrétur. Þarft bara að steikja nóg af kjulla og fá nóg af svona skeljum, sem þú brýtur niður í minni bita eða bara kaupir svona flögur. Þetta er rosalega gott, mæli með því (fékk þetta í afmæli áðan:).
EFtirétturinn getur verið ávaxtasalat með marssúkkulaðisósu. Einfalt, þægilegt, gott og hentar vel fyrir marga. Svo geturðu kannski bara búið til pönnukökur eða vöfflur ef þú ert alveg að fara á taugum. Svo geturðu kannski fundið uppskrift af tíramísu og haft hann í eftirrétt.
Ekki gera neitt alltof flókið. Haltu þér við eitthvað einfalt því að þú ert að fara að matreiða fyrir 12 manns og eins og þú sagðir þarf allt að vera fullkomið. Mundu að steikja kalkúninn mjög vel því að ég hef fengið
matareitrun af illa steiktum kalkúni :(
Gangi þér vel
Fantasia
ps. Ef það verða krakkar þá skaltu ekki hafa neitt of fullorðinslegt. Því að þau borða EKKI einhverja paelur eða humra. Taco's salatið er mjög gott fyrir krakka og sömuleiðis ávaxtasalatið. En það er kannski ekki mjög vinsælt að hafa 2x salat…