Ítalskur kjúklingaréttur

Innihald:

4-6 kjúklingabringur (skinn- og beinlausar)

Salt og pipar

Smjör eða olífuolía

Matreiðslurjómi (má líka nota kaffirjóma eða venjulegan rjóma)

2-4 msk hvítvín (má setja meira fer eftir aðstæðum hahahaha)

6-8 ferskir sveppir (mæli með kastaníusveppum þar sem þeir eru bragðmeiri)

½ krukka sólþurrkaðir tómata

1 meðalstór rauðlaukur eða 4 skarlottlaukar

Oregano krydd eða majoram (má líka krydda með öðrum kryddum, fer e.smekk)

Aðferð:

Skerið kjúklingabringurnar í 4-5 bita og kryddið með salti og pipar.

Steikið þær upp úr smjöri eða ólífuolíu og raðið bitunum síðan í eldfast mót.

Fínsaxið lauk og skerið sveppi og tómata í hæfilega bita og steikið allt á pönnu.


Sáldrið oregano kryddinu yfir Hellið matreiðslurjóma og hvítvíni yfir sveppina, tómatana og laukinn og látið krauma


í c.a. 5 mínútur (ekki láta sjóða). Hellið blöndunni yfir kjúklingabringurnar og hitið svo allt saman í ofni við 180-200°
í c.a. 15-20 mínútur.

Hugmyndir að meðlæti

Baguette brauð

Hrísgrjón

Salat

Ekki verra að hafa restina af hvítvíninu með.

Kv Andri44