Fljótlegt jólasnakk á nokkrum mínútum! Hér er ein létt og auðveld uppskrift að fljótlegu og góðu jólasnakki. Tekur aðeins nokkrar mínútur!


Rúdolf í jólaskapi!

Hráefni:
Saltstangir; brotnar í misstóra bita
Suðusúkkulaði
1 poki M&M – brúnn poki (250gr)
Nokkrar rauðar M&M – hnetur (úr gulum poka M&M´s hnetu t.d 125gr)

Aðferð:
Tínið rauðar og grænar M&M úr pokanum og leggið til hliðar þar til kemur að skreytingunum. Leggið smjörpappír eða álpappír á bökunarplötu eða bakka. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði. Hrærið í á meðan það er að bráðna. Þegar súkkulaðið er bráðið dýfið þá mislöngum saltstöngum ofan í og þekjið þær vel með súkkulaði. Leggið á pappírinn og festið á saman svo úr verði nokkurs konar ,,hreindýrahorn”. Tyllið rauðu og grænu M&M hér og þar á ,,hornin”. Setja eina rauða M&M hnetu sem nef neðst á hver horn. Látið súkkulaðið storkna, pakkið inn í sellófan og og gefið gestum og gangandi eða setjið á kökudisk og berið fram.
Computer says no