var með smá boð um daginn og ákvað að hafa smá munch með…
fór út í búð og keypti eina vazzmelónu “þessi græna með rauða kjötinu” náði svo í smá Klettasalat og hráskinku mæli með íslensku hráskinkunni sem er “var” til í ostabúðinni í hagkaup kringlu hún var mjög góð kostaði bara 3-4000 kílóið en ekki 9000-eitthvað rugl eins og þessi Ítalska.. Hef samt ekki séð hana í soldið langan tíma sem er sorglegt því hún var ódýr og góð..nóg með það ..
Fann mér ískúlara í minni kantinum og hóf að kúla kjötið úr melónu í litlar kúlur og pikka út mestu steinanna.. fann svo til Klettasalatið og skolaði vafði því svo umhverfis kúluna og um leið skinkustrimla þannig að skinkan þaki alla kúluna og kletta salatið sé fyrir innann skinkuna.. stakk svo groovie kokteilpinna í gegn og setti á bakka kom vel út mjög ferskt og gott. Hef persónulega yfirleitt borðað Hunangsmelónu “gula” með hráskinku svo þetta var alveg eðal upplifun:)