Gerði þetta í sumar.
4x200g lamba-innanlærisvöðvar
1,5 dl matarolía
safi kreistur úr einni sítrónu
1,5 matskeið oregano
tæp 1 matskeið rósmarín
salt og pipar
Blandið olíunni, sítrónusafanum, oreganoinu, rósmaríninu og saltinu og piparnum í skál. Leggjið kjötið í löginn og látið liggja þar í ca. 3-4 klst. Gott er að mylja saltið og piparinn niður sjálfur í morteli, það gefur ferskara bragð. Ég mæli með rósapipar og svörtum pipar í 50/50 hlutföllum. Svo má sletta grófu salti með og svo bara mylja.
Gott er að nota afganga af saltinu og piparnum til þess að búa til salat-dressingu. Þá þarf bara að bæta við 3 msk mataolíu og einni matskeið af balsamik ediki. Svo má gera salat að eigin vali. Best er að hafa það bara einfalt. Jafnvel bara kál og tómata. Svo er bara að setja dressinguna útá.
Ekki má gleyma grillkartöflunum. En það er mjög gott að skera í þær og setja eftirfarandi í skurðinn:
Smjör (íslenskt)
Sýrðan rjóma
Kotasælu
Bac´n pieces
Verði ykkur að góðu.