Bloody Mary En og aftur ætla ég að fjalla um kokteil. Að þessu sinni er það Bloody Mary.

Uppruni Bloody Mary er ekki ljós og nokkrar sögur eru til. Ein segir t.d. að franskur barþjónn í París hafi fundið hann upp um 1920 og önnur segir að enskur barþjónn í London hafi gert það og skírt eftir Mary, Queen Tudor sem var kölluð “Bloody Mary”.

Standard Bloody Mary drykkur er samansettur af vodka, tómatdjús og kryddi. Hlutföll og kryddtegundir eru hinsvegar mismunandi eftir uppskriftum.

Svona lærði ég að gera Bloody Mary í New York:

1 1/2 partur vodka
tómatdjús
dash salt og pipar
dash Tabasco sósa
2 dash Worcestershire sósa
smá horseradish sósa (optional)
dash ferskur sítrónusafi
klakar
sellerístilkur og sítrónusneið til skrauts

Það skiptir engu máli hvaða vodka er notað en ég hef heyrt (á samt eftir að prófa það) að það sé rosalega gott að nota Absolut Peppar.

Drykkurinn má vera hristur eða hrærður og er framreiddur í standard “higball” glasi.

Mér finnst þessi drykkur vera æðislegur. Hann er skemmtilega frábrugðinn öllu sæta sullinu sem maður drekkur venjulega og er frábær afréttari ;).
Það er líka plús að fæstir leggja í þennan drykk þannig að það reynir enginn að stela glasinu þínu eða drekka frá þér :D

Til eru mörg afbrigði drykkjarins eins og t.d. Bloody Maria (tequila í staðin fyrir vodka), Bull Shot (nautakjötskrafti bætt við), Virgin Mary (ekkert áfengi) ofl, ofl.

Mæli með því að sem flestir taki af skarið og prófi þennan.

Skál í botn!