Hæ, hæ öllsömul.
Ég veit ekki hvort að ég er að senda þetta á réttan stað, en eitthvað verð ég að reyna því ég er í örgustu vandræðum.
Málið er það að ég á von á enskri vinkonu minni í heimsókn eftir tæpa viku og planið er að fara eitthvað fínt út að borða a.m.k einu sinni. Vandamálið er semsagt það að þessi vinkona mín er grænmetisæta, og ekki nóg með það, heldur er hún mjög matvönd grænmetisæta!!
Nú er ég búin að vera að skoða matseðla hjá flestum ,,fínni“ veitingahúsum borgarinnar og þar eru yfirleitt ekki nema 1-2 grænmetisréttir í boði (sem mér finnst nú frekar ömurlegt!!).
Auðvitað gæti ég alveg farið með hana til Eika en það er nú kannski ekki alveg svona ,,fara fínt út að borða, fá sér vín og bjór” staður. Og til að toppa allt saman þá er önnur vinkona mín sem kemur með með bráðaofnæmi fyrir öllu sem heitir grænmeti og ávextir!! Sem setur mig ekki beint í góða stöðu!!
Þannig að, elsku, elsku fólk, ef þið vitið um stað sem býður upp á gott úrval grænmetisrétta ásamt venjulegum matseðli þá endilega hafið samband og bjargið vikunni minni! :)
Með fyrirfram þökk,
Daneyz