Ég veit að þetta er kannski ekki rétti tíminn til að setja þetta en gaman að eiga þetta þangað til næst. Þetta er mjög góð sulta sem amma mín býr alltaf til og mamma notar alltaf hennar uppskrift. Ég mæli með henni. :Þ


1 l rifsberjalögur
1000 gr. sykur
125 gr. Vatn
1/2 stöng vanillustöng

Berin vel hrein eru soðin í vatninu 10-15 mín. við hægan hita eða þar til þau eru sprungin þá er lögurinn síaður frá hratinu og látinn aftur upp í pott með sykrinum og vanillu.
Síðan soðið í 20 – 30 mín. Sé lögurinn soðinn of lengi, verður hann aftur þunnur.
Það þarf að gæta þess að hann sjóði hæfilega lengi. Þegar komin er seigja í hann, það getur maður fundið með að taka dropa upp á tvo fingur og láta þá kyssast og teygja svo úr á milli fingrana, sé hægt að teygja dálítið úr dropunum er hlaupið hæfilega soðið. Sjaldan má láta þannig lagað berjahlaup sjóða yfir 30 mín.
Síðan er því hellt í þurrar og heitar krukkur og þegar það er orðið kalt er pappír bundinn yfir krukkurnar.