Lambapottréttur með appelsínu

1 kg lambagúllas
1 msk soya-sósa
1 msk sherrý
1 tsk engiferduft
2 msk fínt rifinn appelsínubörkur
1 tsk salt
1 lítri kjötsoð, eða vatn og teningur
1 msk kornsterkja

1. Þurrkið kjötið og skerið í litla bita. Blandið saman soya-sósu, sherrý, engifer, appelsínubörk og salti, bætið lambinu við og blandið vel saman. Setjið þetta út á pönnu og bætið kjötsoðinu við. Hitið að suðu, fleytið froðunni ofan af, setjið lok á og sjóðið í 2 klst.

2. Blandið kornsterkjunni saman við smá kalt vatn og bætið út á pönnuna. Hitið aftur að suðu og hrærið þar til rétturinn fer að þykkna smá.

__________________________________________________

Kjúklingur með steiktum valhnetum

4 þurrkaðir sveppir
120 gr valhnetukjarnar
1/3 bolli olía
1 ½ kg kjúklingur
1 tsk kornsterkja
1 msk sherrý
2 msk soya-sósa
1 tsk salt
1 tsk púðursykur

1. Leggið sveppina í bleyti í heitt vatn í 10 mínútur. Saxið valhneturnar og steikið í 2 msk af olíu í um 2 mínútur. Þerrið þær á eldhúsbréfi til að fjarlægja alla olíu af þeim.

2. Skerið kjúklinginn í litla bita, steikið í afgangum af olíunni í 3 mínútur yfir háum hita, hrærið allan tímann. Blandið saman kornsterkju, sherrý, soya-sósu, salti og púðursykri uns þetta verður að mjúku mauki. Bætið út á kjúklinginn og blandið vel.

3. Þurrkið sveppina og saxið gróft, bætið á pönnuna og eldið í 2 mínútur. Bætið þá valhnetunum við.