Hér koma tvær uppskriftir að tælenskum mat.
Steiktar núðlur - Fyrir 6
230 gr núðlur
1 kjúklingabringa, bein- og skinnlaus
8 meðalstórar rækjur, skelflettar
1/2 bolli vatn
1/4 bolli fiskisósa (fæst m.a. í Hagkaup og hjá Nings)
3 msk sykur
1 msk limesafi
1 tsk paprikuduft
1/8 tsk cayennepipar
500 gr baunasprotar
3 blaðlaukar, hvíti hlutinn eingöngu notaður, sneiddur
3 msk grænmetisolía
4 stór hvítlauksrif, fínt söxuð
1 egg
4 msk fínt muldar ristaðar hnetur
1. Setjið núðlurnar í stóra skál og setjið vatn út í þannig að þær eru allar undir vatni. Látið liggja þar í 45 mínútur.
2. Skerið kjúklingabringurnar í strimla og rækjurnar í tvennt. Setjið til hliðar.
3. Blandið saman vatni, fiskisósu, sykri, limesafa, paprikudufti og cayennepipari í lítilli skál. Setjið til hliðar.
4. Geymið 1/4 af baunasprotunum til skreytingar en blandið saman rest af þeim við blaðlaukinn.
5. Hellið vatninu af núðlunni. Hitið wok-pönnu á meðalhita með olíu á. Bætið hvítlauknum á og steikið þar til hann er farinn að brúnast. Lækkið þá hitann.
6. Setjið þá kjúklinginn út og steikið þar til hann er næstum eldaður í gegn eða um 2 mínútur. Ýtið honum til hliðar á pönnunni. Brjótið eggið út á pönnuna og hrærið hratt. Þegar eggið er tilbúið skal blanda því við kjúklinginn.
7. Bætið núðlunum, rækjunum, vökvablöndunni og 3 msk af hnetum. Eldið yfir háum hita í 2-3 mínútur eða þar til núðlurnar eru mjúkar og mestur vökvi er gufaður upp.
8. Bætið við baunasprota- og blaðlauksblöndunni og steikið í 1 mínútu í viðbót.
9. Skiptið á diska og skreytið með restinni af baunasprotunum og hnetunum.
————————————————— —–
Tælensk rækjusúpa
500 gr meðalstórar rækjur
2 ferskir eða 2 msk þurrkað sítrónugras
4 fersk eða þurrkuð kaffir-limelauf
eða 1 msk fínt rifinn sítrónubörkur
1.3 lítrar kjúklingasoð
1 msk fiskisósa eða salt til að bragðbæta
3 msk ferskur limesafi
1 tsk tælensk chilimauk (nam prik pow) - ef það fæst ekki má nota 1/4 tsk cayennepipar, 1/4 tsk sykur og 1/2 tsk olíu í staðinn
12 meðalstórir ferskir sveppir
3 ferskir grænir chilipiprar
3 msk cilantro
1. Þvoið og hreinsið rækjurnar. Geymið skeljarnar. Þvoði þær aftur, þurrkið, hyljið og geymið í ísskáp.
2. Ef þið notið ferskt sítrónugras skulið þið skera hvern stilk í þrjá bita. Ekki nota toppinn. Merjið sítrónugrasið lauslega.
3. Blandið saman á pönnu sítrónugrasi, limelaufum, kjúklingasoði og rækjuskeljum. Náið upp suðu. Lækkið þá hitann og sjóðið í 20 mínútur.
4. Síið soðið og bætið svo við fiskisósu, limesafa og chilimauki.
5. Skerið hvern svepp í fjóra hluta og setjið þá í léttsaltafð vatn. Sjóðið í eina mínútu. Hellið vatninu af og setjið þá út í soðið.
6. Skreytið rétt áður en borið er fram. Skerið chili í þunna bita. Þvoið og þurrkið cilantroið. Rétt áður en súpan er borin fram skal endurhita hana og um það leyti sem hún fer að sjóða skal setja rækjurnar út í. Eldið á meðalhita í 2 mínútur eða þar til rækjurnar eru til.
7. Skreytið með chili og cilantro. Berið fram heita.