
Fyrir 5-6
1 hunangsmelóna
rækjur
kræklingur
200 gr sýrður rjómi, 10% eða 18%
2 msk mæjónes
100 gr gráðostur
kavíar
paprikuduft
Skera skal melónuna þversum í 5-6 sneiðar, eftir því hve margir ætla að borða.
Hreinsið kjarnann úr sneiðunum og leggið þær á disk.
Setjið rækjur og kræklinga í miðjuna.
Blandið saman sýrðum rjóma og mæjónesi og hellið yfir sjávarréttina.
Stráið rifnum gráðosti yfir og skreytið með kavíar og paprikudufti.