Fyrir 5
Deig
500 g hveiti
2½ dl vatn
11 g þurrger
1 tsk salt
Ofan á
Það sem hugurinn girnist
Sósa
1½ msk ólífuolía
5 stk tómatar
1½ stk hvítlauksrif, söxuð
½ stk oreganó
salt, slatti
pipar
Sósa
Fræhreinsið og grófsaxið tómatana. Leggið saxaða tómatana á eldhúspappír og kreystið léttilega auka vökva úr tómötunum. Saxið hvítlauksrifin og blandið saman við tómatana ásamt kryddi og ólífuolíu.
Deig
Blandið þurrefnunum saman á borði. Gerið holu í miðjuna og hellið volgu vatninu í. Blandið hveitiblöndunni varlega saman við vatnið og hnoðið. Hnoðið þykkar rúllu og skiptið deiginu í 10 hluta (m.v. fyrir 10). Rífið niður jafnmargar arkir af álpappír og hleifarnir eru margir og pennslið með ólífuolíu. Fletjið hleifana þunnt út og komið fyrir á álpappírnum. Jafnið sósu á botninn og því áleggi sem hugurinn girnist. (T.d. Mozzarella osti og fersku basli eða skinku og ólífum.) Passið bara að hafa alls ekki of mikið því þá vill pizzan verða blaut. Skellið pizzunni á grind efst í ofninn á hæsta hita í 3-5 mín, eða þar til skorpan er fallega brún.
Kv. Jón Axel