Heimalagaður vanilluís
Undirbúningur og lögun: 20 mín og 5-6 klst í frysti
Fyrir 6
5 eggjarauður
100g sykur
½ l rjómi
vanilludropar
Þeytið saman eggjarauður og sykur uns þykkt og loftkennt. Þeytið rjómann og blandið saman við með sleif. Setjið í form og frystið. Berið fram með ávöxtum og súkkulaðisósu sem er löguð úr 1 dl af rjóma og 200g súkkulaði.
_____________________________________________________ _____________
Bakaðir bananar í karamellu
Undirbúningur og eldun: 20 mín
Fyrir 4
4 bananar
30g smjör
200g sykur
100g smjör
1 dl rjómi
1,5 dl vatn
1 msk sítrónusafi
Byrjið á að laga karamellusósu með því að setja saman í pott sykurinn, vatnið og sítrónusafann og sjóða niður við vægan hita uns gullinbrúnt. Takið af hitanum og bætið í smjörinu (50g) og vinnið saman við með sleif. Hellið rjómanum í og hrærið vel. setjið aftur yfir til suðu í smá stund. Afhýðið bananana og kljúfið eftir endilöngu. Steikið í smjörinu (30g) þar til léttbrúnaðir. Setjið í eldfast form og hellið karamellusósunni yfir. Gljáið undir grilli í nokkrar mínútur, passið að brenna ekki. Berið fram með vanilluís.
_____________________________________________________ __________
Heit súkkulaðiterta með fljótandi miðju
Undirbúningur og bakstur: 40 mín
Fyrir 10
45g ósaltað smjör
230g gott dökkt súkkulaði
3 egg
3 eggjahvítur til viðbótar
65g sykur
Bræðið súkkulaðið og smjörið við vægan hita í vatnsbaði eða örbylgjuofni. Látið kólna lítillega án þess að stífna. Skiljið eggin og þeytið eggjahvíturnar (6 stk) uns froðukenndar, bætið þá þriðjungi af sykrinum út í og þeytið áfram. Bætið þá öðrum þriðjungi í og þeytið áfram. Bætið restinni í og þeytið uns þykkt og gljáandi. Bætið eggjarauðunum í súkkulaðið og blandið vel saman. Bætið að lokum marensinum varlega út í súkkulaðið, fyrst einum þriðja og svo rest. Smyrjið kaffibolla að innan með smjöri og stráið svo í hveiti. Hvolfið bollunum og bankið hveitileifarnar úr. Hálffyllið bollana með deiginu og bakið í 15-18 mínútur við 180 c. Berið fram í bollunum með vanilluís.
Best er að nota bolla sem eru því sem næst 7cm í þvermál og 6 cm á dýpt.
Gangi ykkur vel að baka þetta ;)
kveðja
Buffygirl