Feitmeti tengt brjóstakrabbameini. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að konur sem neyta fituríkrar fæðu auki um helming líkurnar á að fá brjóstakrabbamein einhvern tíma á æfinni. Rannsókn, sem unnin var í Cambridge University á Englandi, gefur til kynna að konum sem neyta meira en 90 gr af af fitu á dag sé helmingi hættara við brjóstakrabbameini en þeim sem neyta aðeins 40 gr af fitu.

Talið er að rannsóknin verði umdeild því niðurstöðurnar ganga þvert á nðurstöður margra umfangsmikilla rannsókna sem hafa enginn tensl fundið milli fæðu kvenna og brjósakrabbameins. Aðstandendur rannsóknarinnar segja hinsvegar að fylgst hafi verið með mataræði nánar en áður.

13.000 enskar konur héldu nákvæmar dagbækur frá 1993-1997 um hvaða fæðu þær neyttu daglega. “Tengsl milli neyslu og brjóstakrabbameins komu helst fram við neyslu mettaðrar fitu, sem einna helst er að finna í fituríkri mjók, smjöri, kjöti og kexi,” segir Sheila Bingham sem stýrði rannsókninni. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 8-11% líkur á að konur fái brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni.



Heimild: lett.is