Ég fékk þessa uppskrift hjá Bærjarins Bestu


4 stykki (ca 150-200 g hvert) saltfiskur,
útvatnaður og beinhreinsaður
ca 1 dl góð ólífuolía
2 dl gott fisksoð
1 dl matreiðslurjómi (má sleppa!)
safi úr hálfri lime eða sítrónu
1-2 msk hvítlauksmauk
50-100 g ósaltað smjör
ca 8 stk kapers (smátt saxað)
2 msk söxuð steinselja
1-2 msk parmesanostur
nýmalaður svartur pipar
6-8 meðalstórar kartöflur
1 meðalstór rófa
1 stk kúrbítur
hálfur stilkur fennel
olía til steikingar
salt, pipar og limesafi (1/4 lime)

Aðferð:

Afhýðið kartöflur og rófur og skerið í hæfilega stóra teninga. Gufusjóðið (eða sjóðið í örbylgjuofni) kartöflur og rófur. Skerið kúrbít í hæfilega stóra teninga og grófsaxið fennel. Hitið olíu á pönnu (meðalhiti) og mýkið fennel og kúrbít (2-3 mín). Bætið kartöflum og rófum út í og látið allt brúnast aðeins. Kryddið og haldið síðan heitu.

Þerrið saltfisk vel og hitið ólífuolíu í pönnu. Steikið saltfisk á roðhlið (ca 2-3 mín) og síðan á fiskhlið (ca 1 mín). Snúið fiski aftur á roðhlið og bætið örlitlu fisksoði á pönnu. Hristið pönnu örlítið þar til soð fer að þykkna (ca 1 mín). Færið fisk af pönnu og haldið heitum. Bætið kapers og hvít-lauk á pönnu ásamt fisksoði og rjóma. Látið suðu koma upp og sjóðið aðeins niður (má þykkja örlítið). Hrærið smjör saman við og smakkið sósu til með lime og pipar. Sósan má ekki sjóða eftir að smjör er bráðið.

Setjið á disk og stráið steinselju og parmesanosti yfir ásamt svörtum pipar. Hnakkastykki ásamt miðstykkjum úr þorskflaki henta best. Ef bjóða á upp á borðvín er óhætt að mæla með léttu spænsku rauðvíni, en gott hvítvín er einnig boðlegt, að sjálfsögðu.


Takk fyrir,


KV, 1950