Ég fann þessa uppskrift hjá ísfugli og prufaði hana og hún var YNDIIISSLEG! og hérna er hún,njótið.

6 kjúklingabringur eða lundir

2 msk Dijon sinnep

2 eggjarauður, pískaðar

3 msk matreiðslurjómi

salt og svartur pipar

100g rasp

3 msk ferskt estragon

hveiti til að þekja bringurnar

olia til steikingar


Aðferð: Þerrið kjúklingin. Hrærið saman sinnepi, eggjarauðu og rjóma í skál og kryddið með salti og pipar. Blandið saman brauðraspi og estragoni á disk. Veltið kjúklingabringunum upp úr hveiti og þar á eftir sinnepsblöndunni. Að lokum veltið þið bringunum upp úr brauðraspi. Setjið á disk og inn í ísskáp og látið bíða í fjóra klukkutíma. Hitið olíu á pönnu. Steikið bringurnar í 7-9 mínútur á hvorri hlið eða til þær eru gegnsteiktar. (A.T.H að læri þarf að steikja lengur eða í 10-12 mínútur á hlið).

Takk Fyrir Kv.Hranna