Þannig var nú það að síðastliðið Föstudagskveld ákvað ég að baka mína fyrstu köku. Eftir að hafa byrjað að sækja þetta áhugamál varð ég að prófa að baka köku, sem&ég gerði. Uppskriftina fann ég í bók uppí skáp sem leit ekkert hroðalega vel út sem matreiðlubók, enda var þetta bók fyrir svona 8ára börn og prýddu persónur frá disney hverja síðu. En ekki vildi ég hætta við svo að ég skellti mér í uppskriftina er hljóðar svo:
2egg
1,5 dl sykur
150gr smjör ellegar smjörlíki
50gr dökkt súkkulaði ellegar 2msk kakó
2dl hveiti
0,5 tsk lyfiduft
1dl möndlur eða hnetur (ég sleppti því)
mér fannst uppskriftin sjálf ekkert góð enda er mikið smjör í henni
en kremið sem ég setti á hana var snilld, það var eins og glassúr á snúð eins og maður kaupir í bakaríum og hljóðar sú uppskrift þannig:
2dl flórsykur
2 msk mjólk
2msk mjólk
Aðferð: Flórsykur hrært saman þar til það gljáar og svo er kakói bætt útí og hrært þar til engir kekkir sjást
(ath ég setti ekki inn aðferð að kökunni sjálfri þar sem mér fannst hún ekki góð)
svo er gaman að geta þess að á sunnudaginn eftir bakaði ég djöflatertu og heppnaðist sú með eindæmum vel og bragðaðist fábærlega.
ég þakka áheyrnina, góðar stundi