Fyrri sósuna nota ég mjög oft með lambakjöti en eiginlega er hún góð með flest öllu.
Það sem þú þarft að kaupa í þessa er einungis púrulaukur,rjómi og smjör.
Þú setur 50 gr af smjöri á pönnu
skerið niður laukinn og látið hann brúnast dálítið, þá bætir þú 2 pelum af rjóma útí og leifir þessu að malla í ca 2 mín. Og sósan er tilbúin !!! Einföld en yndislega góð !!
Seinni sósan er góð einnig með kjöti en ekki síður með fiskréttum.. tld að setja í fisk-ofnrétti. Virkilega gómsæt.
Það sem þú þarft í þessa er : tómatar 2 stk, beikon 1 bréf, rjómi 2 pela.
þú skerð beikonið í ca 5 cm bita og steikir á pönnu, á að vera svolítið brúnað en ekki stökkt þá setur þú niður skorna tómata útí, veltir nokkrum sinnum saman á pönnunni og bætir þá rjómanum útí. Þetta er látið malla saman í ca 5 mín, og sósan er tilbúin !!
Verði ykkur að góðu.