Pastaréttir Hér eru nokkrar pastaréttauppskriftir:

Pasta m/ beikon og kryddosti

250 –300 g pastaskrúfur
1 bréf skinka
1 bréf beikon
1 paprika
200 g sveppir
3 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1 – 1 1/2 box kryddostur
salt
grænmetiskraftur
steinselja, söxuð

Sjóði pastað. Saxið beikon, skinku, sveppi og hvítlauk, brúnið á pönnu. Setjið saman við pastað. Bræðið saman rjómann og kryddostinn, hellið yfir. Skreytið með saxaðri steinselju. Berið fram með hvítlauksbrauði.

Pasta með tómata- og hvítlaukssósu

500 g tómatar
4 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk. sykur
salt eftir smekk
500 g tagliatelle, linguine eða spaghetti
6 msk. smjör
3-4 msk. fersk, söxuð basillauf
1/2 bolli ferskur, rifinn Parmigianoostur

Flysjið tómatana með því að skera kross í þá og dýfa þeim síðan í sjóðandi vatn þá losnar hýðið auðveldlega af þeim. Saxið tómatana og setjið þá í pott ásamt hvítlauknum. Sjóðið í 15-20 mínútur og hrærið vel í á meðan. Bragðbætið tómasósuna með sykri og salti. Sjóðið pastað, látið renna vel af því í sigti og setjið það í skál. Bræðið smjörið og setjið basillaufin út í. Hellið basilsmjörinu yfir pastað og hrærið vel. Hellið sósunni saman við og hrærið. Stráið helmingnum af ostinum yfir, hrærið og kryddið með svörtum pipar úr kvörn. Stráið því sem eftir er af ostinum yfir réttinn þegar hann er borinn fram.

Pasta með pepperoni, ólífum og sólþurrkuðum tómötum

300 g pastaskrúfur eða fiðrildi
200 g ferskir sveppir, skornir í sneiðar
200 g pepperoni eða salamipylsa, skorin í strimla
6-8 sólþurrkaðir tómatar, skornir í strimla
100 g svartar ólífur
1/2 dl ólífuolía
1/4 dl balsamik edik

Sjóðið pastað og kælið það í sigti undir rennandi vatni. Setjið pastað í skál ásamt sveppunum, pepperoni, tómötum og ólífum. Blandið saman olíunni og edikinu og hellið yfir salatið. Blandið öllu vel saman. Berið fram með hvítlaukssósu og e.t.v. bauði.

Hnetusmjörspasta

250 g spaghetti
250 g saxaður laukur
1/2 bolli grænn pipar, sneiddur
1 msk. matarolía
1/2 bolli volgt vatn
4 msk. hnetusmjör
2 tómatar í teningum
1 1/2 bolli tómatsafi
1/2 tsk. oregano
jarðhnetur- gróft saxaðar

Sjóðið spaghettíið. Glærið laukinn og piparinn á pönnu í 5 mín. eða þar til þeir eru orðnir mjúkir. Hrærið vatninu í skömmtum út í hnetusmjörið þar til það er orðið mjúkt og bætið þá tómötum, tómatasafa og oregano út í. Náið upp suðu og hrærið af til, til að gera sósuna jafna. Setjið heita sósuna yfir pastað og stráið söxuðum hnetum yfir.

Kjúklingaspaghettí með karríeplasósu

1 meðalstór kjúlli
200 g spaghetti
2 epli
1 blaðlaukur
1 msk. smjör
2 tsk. karrí (eða meira eftir smekk)
1 msk. hveiti
1 dl rúsínur (ég set alltaf meira)
1 peli kaffirjómi
salt & pipar

Sjóða kjúklinginn í léttsöltu vatni eða steikja í ofni með nóg af eðalkjúklingakryddi frá Pottagöldrum utan á. Rífa í tætlur. Sjóða spaghettíið. Skera epli í teninga og blaðlauk í sneiðar. Hita smjör á pönnu og strá karríi yfir. Láta hitna vel og setja svo eplin og blaðlaukinn út á. Léttsteikja. Strá hveiti yfir, hella kaffirjóma eða mjólk saman við og hræra vel. Bætið rúsínum út í og kryddaðu með kjúklingakrafti (ég nota alltaf knorr), salti og pipar. Blanda saman eplasósu spaghettíi og kjúklingi, bera fram. Fínt með brauði og salati ef vill.



KV, bt24