Pönnukökur

4 dl hveiti
½ teskeið lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
½ tsk pipar
8-10 blöð af fersku basilikum
1 egg
50 g smjörlíki
3-4 dl mjólk

Deigið hrært út eins og venjulegt pönnukökudeig, það á þó að vera í þykkara lagi. Pönnukökurnar eru bakaðar og þær látnar kólna meðan fyllingarnar eru útbúnar.


Spínatfylling

½ l matreiðslurjómi
poki af fersku spínati (fæst í Samkaupum, við munum ekki hvað það er mikið í honum)
1 hvítlauksrif
1 rauðlaukur
1 tsk salt (eða eftir smekk)
1 tsk pipar
matarolía til steikingar

Steikið rauðlaukinn og hvítlaukinn í olíu á pönnu þar til rauðlaukurinn verður glær. Spínatið sett á pönnuna og látið steikjast í smástund. Þá er rjómanum hellt yfir, kryddað með salti og pipar og látið sjóða niður í 20 mínútur við vægan hita.


Tómatfylling

1 rauðlaukur
1 hvítlauksrif
10-15 blöð ferskt basilikum
fersk steinselja
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 tsk salt (eða eftir smekk)
1 tsk pipar (eða eftir smekk)
matarolía

Laukurinn léttsteiktur í olíu á pönnu. Kryddið og niðursoðnu tómatarnir sett á pönnuna og látið sjóða niður við vægan hita í um 20 mínútur.

100 g rifinn ostur

Þegar pönnukökurnar og fyllingarnar eru kaldar er komið að því að raða réttinum saman. Gott er að raða honum upp í smelluformi. Fyrst er að smyrja formið svo að pönnukökurnar festist ekki, þá að setja eina fallega pönnuköku í formið og snúa dekkri hliðinni niður. Svo á að setja spínatfyllingu á hana, síðan pönnuköku, tómatfyllingu og rifinn ost, og svo koll af kolli þar til ein pönnukaka er eftir. Hana setjum við svo á með dekkri hliðina upp.

Spínatbakan er svo hituð í ofni í um 20 mínútur á góðum hita. Hún er borin fram með bökuðum kartöflum, grilluðum gulrótum, fersku salati og gráðostasósu.


Grillaðar gulrætur

Nóg er að skola gulræturnar undir volgu vatni og vefja þeim inn í álpappír ásamt klípu af smjöri. Settar á grillið þar til þær eru mjúkar.


Gráðostasósa

gráðostur
3-4 dl mjólk

Sett saman í pott og hitað þar til gráðosturinn bráðnar


Heimild: http://www.bb.is/fullfrett.php?uid=23149&fl=54


Kve ðja, hugi3000