6 sneiðar franskbrauð án skorpu
½ dl mjólk
500 g nautahakk
2 egg
½ dl fersk steinselja smátt söxuð (má sleppa)
3 msk Parmesan-ostur, nýrifinn
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
salt og pipar
olía til steikingar
Rífið brauðið í bita og leggið í bleyti í mjólkinni. Bætið því næst hakkinu, eggjunum, steinseljunni, parmesanostinum og hvítlauksgeirunum út í og kryddið með salti og pipar. Mótið úr farsinu litlar bollur. Hitið 2 msk af olíunni á pönnu og steikið bollurnar við mikinn hita í 3 til 5 mínútur. Snúið þeim reglulega. Takið bollurnar af pönnunni.
Sósa
1 flaska Heinz chilisósa (300 ml)
4-6 msk rifsberjahlaup, eða eftir smekk
Hitið saman rifsberjahlaupið og Heinzsósuna. Setjið því næst bollurnar út í og sjóðið í ca. 5 mínútur. Berið fram með pasta, hvítlauksbrauði, salati og nýrifnum parmesanosti.
Salat
lambhagasalat
ferskt rauðkál
eikarlauf
serrítómatar
græn og rauð paprika
rauðlaukur
jarðarber
Skerið allt í bita og blandið vel saman.
Salatolía
3 hvítlauksrif, pressuð
1 cm engiferrót
½ bolli ólífuolía
safi úr 2 lime-ávöxtum
2 msk hunangssinnep
2 msk hrísgrjónaedik
1 tsk Balsamic-edik
1 msk sojasósa
Að lokum er hér uppskrift að kartöflusalati með grísku ívafi. Þetta salat hentar sérstaklega vel með Bayonne-skinku eða öðru léttreyktu svínakjöti.
Grískt kartöflusalat
500 g kaldar soðnar kartöflur, skornar í litla bita
2 harðsoðin egg, skorin í báta
2 tómatar, skornir í þunnar sneiðar
150 g fetaostur
1 laukur, fínt saxaður
svartar steinlausar ólífur eftir smekk
Öllu blandað saman í stóra skál.
2 msk hvítvínsedik
1 tsk sinnep
4 msk ólífuolía
1 tsk basilka
salt og pipar eftir smekk
Hristið vel saman, hellið yfir salatið og látið standa í klukkutíma áður en borið er fram. Fallegt er að skreyta með eggjabátum og þunnt sneiddum tómötum.
KV, svartipetu