Kærasta mínum finnst mjööög slæmt að ég kunni lítið að elda og hefur áður farið í fýlu útaf því. En það urðu deilur um það að hann yrði nú líka að kunna það ef það ætti að vera jafnrétti á heimilinu…svo það væri hægt að skiptast á með hlutina.
Maður frænku minnar vildi að hún kynni að elda, en þá sagði hún bara: Nei, þú skalt bara SJÁLFUR elda því ég kann það ekki.
Sjálf get ég alveg bjargað mér…treysti samt lítið á það hvenær kjöt er almennilega tilbúið því það versta sem væri hægt að lenda í þegar maður heldur matarboð er að bjóða uppá hrátt kjöt. Finnst ykkur alveg hræðilegt að ég hafi ekki þetta gen í mér eins og pabbi og systir mín? Er maður algjör lúði? Ég hef bara ekki flutt að heiman áður og búið lengi í stóra húsi foreldra minna…þannig hef ég þennan lúxus að hafa ekki þurft að elda og ekki dottið í hug á láta foreldra mína kenna mér það, fyrr en NÚNA!!!! Ég er stöðugt að safna uppsrkiftum því hann kærasti minn hefur smekk fyrir gamla góða íslenska matnum okkar. Ætla næst að biðja pabba að kenna mér að gera uppstúf með bjúgunum. Það er enginn vandi að sjóða mat og svo bara að nota ímyndunaraflið…vantar enn brennandi áhuga fyrir því að elda!