Hún passar ekki bara vel við brúðkaup heldur við öll tækifæri, enjoy :P
Botnar:
6 eggjahvítur
5 dl sykur
4 ½ dl Coco pops (ekki Coco puffs!)
Krem:
1 l rjómi
8 msk flórsykur
8 msk jarðarberjasulta
Skraut:
½ l fersk jarðarber
sítrónumelissa eftir smekk
Stillið ofninn á 150°C.
Botnar: Búið til þrjá misstóra hringi á bökunarpappír með blýanti. Einn 26 cm, annan 23 cm, og þann þriðja 19 cm. Þrír hringir komast fyrir á tvær bökunarplötur. Stífþeytið eggjahvíturnar. Setjið sykur saman við, smátt og smátt. Hrærið skamma stund. Blandið Coco popsi varlega saman við með sleikju. Skiptið marengsnum niður á hringina þrjá. Bakið í 60-70 mínútur. Kælið.
Krem: Þeytið rjómann, blandið flórsykri og sultu varlega saman við. Skiptið kreminu jafnt á milli botnanna, byrjið á stærsta botninum. Kremið á líka að fara á ofan á minnsta botninn. Skreytið með jarðarberjum og sítrónumelissu. Botnana má gera með fyrirvara.
Kveðja simaskra.
Kveðja simaskra