300 g soðið kjúklingakjöt
1 dl sýrður rjómi
2 msk létt majones
1/8 púrrulaukur, hvíti hlutinn
1 grænt epli
1 til 2 msk karry
1/2 tsk aromat
1/2 tsk svartur pipar
4 beikonsneiðar
1 tsk olía
4 salatblöð
8 brauðsneiðar
Fjarlægið skinnið og öll bein úr kjúklingakjötinu. Skerið kjötið í bita og setjið í skál. Sneiðið púrrulaukinn, afhýðið eplið og skerið í bita og blandið þessu saman við kjúklingakjötið. Hrærið saman sýrða rjómanum og majones og kryddið með karry, aromat og svörtum pipar. Blandið þessu saman við kjúklinablönduna. Snöggsteikið beikonið í olíunni og látið bíða aðeins á eldhúspappír. Raðið salatblöðum á 4 brauðsneiðar og setjið kjúklingasalat yfir. Brjótið hverja beikonsneið í tvennt og leggið yfir kjúklingasalatið. Að síðustu eru brauðsneiðarnar settar yfir.
Kannski of flókið??
Allaveganna, mjög gott!
kv.Hekna
—————-