Fyrir 4:
600 g nautakjöt, meyrt
100 g gúrkur
100 g rjómi, sýrður
100 g jöklasalat
3 msk ólívuolía
1 msk pipar, svartur frá McCormick
4 stk tómatar
4 stk Tortilla hveitikökur, stórar
2 stk paprika
1 stk laukur, stór
1 stk tacósósa
ostur
kryddsalt, aromat frá McCormick
Undirbúningur:
Saxið niður laukin(gróft) og skerið paprikuna í ræmur.
Aðferð:
Skerið kjötið í ræmur og steikið það í mjög heitri olíu ásamt lauk og papriku. Kryddið með kryddsalti og pipar. Hellið sósunni út í og látið suðuna koma upp. Skerið gúrku og tómata í sneiðar, og rífið ostinn. Setjið það hvert í sína skál og einnig sýrða rjómann. Hitið maískökurnar( tortillur, mexikóskar).
Framleiðsla:
Berið réttinn fram á pönnunni, ásamt meðlætinu og heitum maískökum. Við borðið fyllir svo hver og einn sína köku eins og han kýs helst. Hollráð:
Með þessum rétti er einnig gott að hafa jöklasalat skorið í ræmur.
Þetta er ROSALEGA gott, sérstaklega fyrir þá sem þykja mexikóskur matur góður. Uppskriftina fékk ég á uppskriftir.is.
NJÓTIÐ!!!!!!!!!!
—————-