Það er gífurleg nákvæmnis vinna að rista brauð og getur það reynt gífurlega á þolinmæðina. Sumir halda að það sé ekkert mál að rista brrauð en þar eru þeir nú á villigötum þó að ristað brauð geti vissulega líkst hamborgurum þó að herslumuninn vanti stundum upp á að það brauðristin sé ekki að lagga. Áður en að sjálfri framkvæmdinni kemur vil ég fjalla aðeins um hluti sem viðkoma ristuninni.

Áður en brauðuð er sett í brauðristina er ágætt að restarta brauðristinni til að koma í veg fyrir að brauðristin frjósi í miðri vinnslu. Sjálfur á ég Siemens 890BK0 sem hefur reynst mér mjög vel. Ég vil að þið sem svarið greininni segið hvernig brauðrist þið eigið svo að það verði kannki smá rokræður hérna um gæði ýmissa mismunandi brauðrista sem eins og hver heilvita maður veit að eru oft meira msmunandi en mýufluga á sólríkum degi sem á ekki inneign en nóg um það í bili.

Og nú er það framkvæmdin sjálf:

1. Fara inn í eldhús
2. Ná í brauðristina
3. Setja brauðristina í samband
4. Restarta ef þess þarf
5. Hreinsa skít úr brauðhólfunuum
6. Ná í brauð ofan i skúffu
7. Taka það upp úr umbúðum
8. Lesa næringarinnihald ef þess þarf
9. Stinga brauðsneiðinni í brauðristina.
10. Bíða
11. Bíða lengur ef að þess þarf
12. Ekki örvænta
13. Vona hið besta
14. Þegar brauðið er tilbúið tekur maður brauðið úr brauðristinni
15. Vertu þakklátur fyrir að þetta heppnaðist allt

Nú ætla ég að segja frá mismunandi aðferðum við að bera ristað brauð á borð og hvað hægt er að borða með ristuðu brauði.

Lang vinsælast er væntanlega ristað brauð með osti og kókómjólk sem drykk. En það verður einhæft á endanum. Mér þykir mjög gott að hafa rækjusalat á brauðinu en það gefur því vissan ferskleika sem oft vantar í ristuðu brauðin. Einnig er alveg gasalega gott að hafa ost, gúrku, salalt og smá krydd með en það gerir gæfumuninn kryddið. Einnig ættu allur að prófa að rista brauð og svo þekja það í olíu og smá lauk og kryddi og snöggsteikja á hvorri hlið í um 10 sekúndur en það gefur því vissan keim sem að virkilega geriri brauðið að einhverju öðru en ristuðu brauði og þetta ættu allir að prófa, því hvers vegna að vera alltaf fastur í sama farinu? Það skaðar nefnilega ekki að prófa þetta eins og það skaðar að skaða skeð eða þannig. Það er líka mjög gott að dýfa brauðinu í súkkulaði hjúp og láta það kólna en það er mjög gott sem lýsir meira innihaldi en orð fá lýst en samkvæmt evrópustaðli þá má brauð ekki vera lengur í brauðrist en í 5 mín en það kannski kemur málinu ekki við á þessi stigi málsins. En allavega svo að ég haldi áfram þá bendi ég öllum á að prófa að hafa epli á brauðinu en það er mjög gott. Einnig gott að rista brauðið og svo steikja það og svo setja það í grill og krydda það með smá pipar en samt ekki mikið af pipar bara svona smávegis til að halda efnajafnvægi en þetta þykir hið mesta lostæti á fínum hótelum í Tævan sem eru nú þekkt fyrir að hafa góðan mat á borðum þó það sé nú önnur saga en nóg um það. Vonandi skapar þessi grein skemmtilegar umræður og ég vona að þetta muni styrkja matreiðslumenningararf hugverja. En svona til gamans þá væri ég til í að vita hvernig brauðristir þið eruð með en margar vélar bjóða upp á alveg gífurlega marga skemmtilega möguleika eins og til dæmis að djúpsteikja brauðið í ristavélinni! Spáið í því!
Svo var ég að lesa það að það er von á nýrri Siemens brauðrist næst vetur og verður hún með MJÖG mörgum möguleikum og ég get ekki beðiðið eftir að hún komi á markað!!!! Hlakkar ykkur líka svona mikið til?? En svona til gamans þá eru hér upplýsingar um ýmsar tegundir af brauðristum. Njótið vel!


Þekktasta vara Dualit er án efa brauðristin. Hönnunin er klassísk og eru brauðristirnar sérstaklega hannaðar með mikla notkun í huga.

Brauðristirnar fást í nokkrum gerðum og litum. Allar brauðristirnar eru fáanlegar með annað hvort 20 mm rauf eða 28 mm rauf fyrir þykkt brauð eða beiglur.

Hægt er að velja um brauðristir sem taka 2, 3, 4 eða 6 sneiðar. Allar vélarnar eru með tímarofa þannig að hægt er að velja hve mikið brauðið er ristað en á stærri brauðristunum er einnig hægt að velja hve margar sneiðar ristast í einu.

Brauðristirnar eru allar úr ryðfríu stáli en hægt er að fá þær í litum; svörtu, hvítu, gulu, myntugrænu og bláu.



Dualit Brauðristir

2 sneiða brauðrist getur ristað 65 sneiðar á klst.
1.2 kW
stærð (cm): 26 x 21 x 22
þyngd (kg): 3.5

3 sneiðabrauðrist getur ristað 98 sneiðar á klst.
1.7 kW
stærð (cm): 31 x 21 x 22
þyngd (kg): 4.0

3 sneiðabrauðrist getur ristað 98 sneiðar á klst.
1.7 kW
stærð (cm): 31 x 21 x 22
þyngd (kg): 4.0

3 sneiðabrauðrist getur ristað 98 sneiðar á klst.
1.7 kW
stærð (cm): 31 x 21 x 22
þyngd (kg): 4.0


Vonandi hefur þessi grein vakið þig til umhugsunar um brauðristina og vonandi verða hér skemmtilegar umræður.
Zyklus