Ég hef nú um nokkurn tíma verið að þreifa mig áfram með Risotto. Ég get ekki orða bundist, þetta er það besta sem ég fæ! Ókosturinn er sá að mér finnst þetta nokkuð dýrt, sér í lagi þegar horft er á það að þetta er hrísgrjónaréttur, en þetta er bæði peningana og fyrirhafnarinnar virði! Einfaldur réttur kostar um 500 kr.
Það þarf nokkra þolinmæði í þetta svo vel til takist. Gerðu ráð fyrir því að það taki um 30 – 40 mínútur að gera réttinn og þú þarft að hafa athyglina við eldamennskuna allan tímann!
Svona er grunnurinn og hann dugar fyrir tvo:
Olía
einn laukur
2 dl. hvítvín
250 gr. risotto grjón
50 gr. parmessan ostur
1 ltr. grænmetis eða kjúklingasoð
salt og pipar eftir smekk
smjörklípa
Byrjaðu á því að saxa laukinn, nokkuð fínt, settu svo slurk af olíunni á pönnuna og steiktu laukinn. Ekki láta hann brúnast. Þegar laukurinn er meir skaltu setja risotto grjónin á pönnuna. Nú þarftu að bæta við smá olíu. Athugaðu að það er mikilvægt að nota risotto grjón, ef þú notar bara venjuleg grjón að þá endar þetta sem grjónagrautur. Nú steikur þú risotto grjónin í svolitla stund eða þar til að þau hafa drukkið í sig olíuna og þú sérð í gegnum þau inní kjarnann á þeim. Passið að brúna ekki grjónin eða laukinn! Nú er komið að því að setja hvítvínið útí. Ég kaupi bara alltaf hvítvin útí búð og er vel sáttur við það. Nú kemur að þolinmæðispartinum. Á meðan hvítvínið er að sjóða upp þarftu að hræra stanslaust í hrísgrjónunum, það þarf reyndar að gera þar til að allur vökvi er soðinn upp. Þegar hvítvínið er soðið upp setur þú eina ausu af heitu grænmetis- eða kjúklingasoði og lætur það líka sjóða upp. Svona gerir þú við allt soðið, setur bara eina ausu út í einu. Þegar þú ert u.þ.b. hálfnuð/aður með soðið skaltu setja ostinn útí og svo salt og pipar. Þegar allt soðið er búið og búið að sjóða uppúr pönnunni setur þú klípu af smjöri er þá rétturinn tilbúinn!
Það má bæta hverju sem er útí þetta, ég set stundum eina kjúklingabringu, sveppi eða papriku til tilbreytingar og svo finnst mér gott að gera osta risotto, en þá set ég 75 gr. af parmessan (í heildina) og 100 gr. af brauðosti útí.
Ég vona að þið eigið eftir að reyna þetta því þetta er virkilega gott!
Kveðja,
deTrix