Hér er réttur fyrir 4 manns sem ég fékk sendan frá uppskriftir.is. kannski hafa aðrir hér, sem eru skráðir þar, fengið þennan rétt en hér er fyrir þá sem ekki hafa fengið hann:
450 g kjúklingavöðvi
400 gr pastarör, mezza penne tricolori frá Barilla
2 dl rjómi
50 gr sveppir
30 gr spínat
1 msk smjör
1 msk hunang
2 stk hvítlauksrif
salt
pipar
kryddsalt, aromat frá McCormick
hrísgrjón uncle Ben´s
fáeinir saffran þræðir
Matreiðsla:
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum, hellið því í sigti og látið renna af því. kryddið kjúklingabitana með salti og pipar eftir smekk og berið á þá hunang. Steikið þá síðan við glóð eða á pönnu. Steikið einnig sveppina. Hitið smjörið á pönnu og mýkið hvítlaukinn í því. Setjið síðan pastarörin saman við og steikið þau létt. Bætið þá spínatinu við ásamt kryddsaltinu og hellið rjómanum útá. Hellið pastanu á disk ásamt sósunni og raðið kjúklingabitunum og sveppunum ofan á. Steytið saffranþræðina með ögn af salti og blandið duftinu í vatnið þegar hrísgrjónin eru soðin svo að þau fái ljúffengan keim og gulan blæ(einnig má nota kúrkúmu eða karry). Ofan á þau er gott að dreifa hvítlauksbrauði, skornu í teninga.
hollráð:
Í þennan rétt er notaður vöðvinn sem liggur undir bringunni, en einnig má nota bringuna sjálfa.
Þetta ætla ég að prófa í kvöld ;)