Eftirfarandi er uppskrift af spænskri eggjaköku sem er mjög góð:)

1 msk steinselja, ný, fínsöxuð
2 tsk. ólívuolía
1 tsk. salt
1 tsk. smjör
4 stk skinku sneiðar
4 stk beikon sneiðar
3 stk egg, létt hrærð
1 tsk.bergmynta, ný
2 stk. laukur
2 stk. kartöflur, stórar
1 stk. paprika
1/2 stk. dvergkúrbítur
pipar, svartur, McCormick, piprið eftir smekk
Sósa:
1 1/2 dl kjúklingasoð
2 msk. sveppir
2 msk. stöngulselja
2 tsk.smjör
1 tsk. sykur
1 tsk. salt
2 stk. tómatar
2 stk. hvítlauksgeiri
i stk. laukur
pipar, svartur, McCormick, piprið eftir smekk



Undirbúningur:Skerið skinkuna og beikonið í bita, fínsaxið síðan steinseljuna og hrærið eggin létt. Afhýðið tómatana og skerið í bita fyrir sósuna, fínsaxið síðan sveppina og stöngulseljuna. Saxið laukinn og hvítlauksgeirana. Sósa: Hitið smjörið í potti, og látið lauk, hvítlauk bog stöngulselju malla í því um 3 mín. Bætið við sveppum og tómötum og sjóðið áfram i um 7 mín. Hellið soðinu út í og bragðbætið með salti, pipar og sykri. Sjóðið við vægan hita í um 15 mín. eða þar til sósan er orðin þykk. Matreiðsla: Afhýðið kartöflur og lauk og skerið allt grænmetið í litla teninga. Hitið oliu og smjör á pönnu og steikið beikonbita og skinku stutta stund. Látið síðan grænmetið malla með í 10 mín
eða þar til kartöflurnar eru meyrar. Hristið pönnuna öðru hverju og hrærið varlega í. Bætið við kryddjurtum, salti, pipar og loks eggjum. Berið réttinn strax fram með sósunni:)
Gott er að bera fram með réttinum gróft brauð!

Þetta er geðveikt gott;)
—————-