Bollur á Bolludaginn Mér datt í hug að setja inn hérna vatnsdeigsbollu uppskrift sem ég baka alltaf á bolludaginn og hefur aldrei klikkað :)

Efni:
2,5 dl vatn
50 g smjörlíki
örlítið salt
175 gr hveiti
4-6 egg
2 tsk. lyftiduft.

Vatn, smjörlíki og salt soðið saman í potti. Potturinn tekinn af hellunni þegar sýður og hveitinu hrært út í. Sett á helluna aftur og hrært vel í ca. mínútu.
Þá er deigið sett í skál og látið kólna. Svo eru eggin hrærð saman við eitt og eitt í einu, þar til deigið er orðið hæfilega þykkt. Þá er lyftiduftið sett út í.
Bollurnar eru síðan mótaðar á plötu með skeið eða sprautupoka. Gott að hafa bökunarpappír undir.
Bakað við 180°C í ca. 30 mín. Fyrstu 20 mínúturnar má EKKI opna ofninn, því þá falla bollurnar.
Síðan er hægt að bræða súkkulaði ofan á og fylla þær með rjóma og sultu.