Ég er hérna með tvo einfalda, óholla og rosa djúsí rétti…
Enjoy!
Beikonbúiðingur í piparsósu:
1 Beikonbúiðingur
Paprika
Sveppir
1 Piparostur
Skerið beikonbúiðinginn í bita og steikið á pönnu ásamt grænmetinu. Britjið ostinn niður og látið bráðna í gumsinu á pönnunni, bætið svo smá mjólk út í…. Gott að borða með hvítlauksbrauði!
Pepperoni hakk með pasta:
1 hakkbakki
1 Pepperoni bréf
1 stór rauðlaukur
1 bréf beikon
nokkrir sveppir
1 peli rjómi
1 dós tómatpurra
Fullt af allskonar ítölsku kryddi
Pastaskrúfur
Steikið hakk á pönnu, bætið svo pepperoni, beikon, rauðlauk og sveppum á pönnuna þegar hakkið er orðið brúnt.
Hristið svo tomatpurruna og rjómann saman ásamt kryddi eftir smekk. Hellið svo sósunni yfir hakkið og látið malla í smá stund.
Berið fram með pasta og hvítlauksbrauði!!!
Persónulega held ég að þetta geti ekki verið einfaldara, vona að þið njótið vel!