Í þessum rétti er:
3 dl hveiti
100 gr smjör eða smjörl.
2 msk vatn
Fylling:
6 sneiðar af rektri
skinku eða fleski
3 dl kaffirjómi
150 gr rifinn ostur
3 egg
svolítið af rifnu múskati
og pipar
setjið ofninn á 200°
smyrjið 20 cm pæaform
eða annað hentugut form,
með lausum botni.
Skerið smjörið í litla bita,
setjið það í skál ásamt
hveitinu og myljið það
sama við með fingrunum.
Bætið vatninu í hnoðið
rösklega saman í deig, sem
hangir vel saman.
Fletjið deigið út í þunna,
kringlótta köku og setjið í
formið. pikkið það með gaffli.
skerið af deiginu, ef það nær
of langt upp út forminu.
Þá er komið að fyllingunni.
skerið skinkuna í bita. Ef þið
notið flesk, skerið það þá í
bita og steikið á lágum hita.
Hrærið saman egg og rjóma
og kryddið með pipar,
múskati og bætið ostinum í,
jafnið skinku eða fleski yfir
deigið og hellið eggja-
blöndunni yfir.
Setjið pæjann í ofninn og bakið hann í 30 mín. hann er
tilbúinn, þegar eggin hafa hlaupið saman og eru orðin
gullin. Pæinn er góður bæði heitur og kaldur.
berið hrásalat fram mað honum