Uppskrift fyrir fjóra

Efni:
500 g nautahakk
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 dós niðursoðnir tómatar (400 g)
1 msk tómatþykkni
1 súputeningur eða ein tsk kjötkraftur
1 tsk basilikum
örlitið af chili dufti eða biti af ferskum chili
salt og pipar

Aðferð:
1. Hreinsið lauk og hvítlauk og skerið niður.
2. Hitið pönnuna með matarolíunni.
3. Steikið hakk, lauk og hvítlauk á pönnuni.
4. Bætið öllu öðru út á pönnuna og látið krauma við vægan hita í 10-15
mínútur. Ef þið hafið notað ferskan chili pipar þá takið hann af pönnuni
áður en rétturinn er borinn á borð.

Með þessum rétti er gott að hafa hrísgrjón, bakaðar baunir og brauð. Þið
getið líka bætt meira af kryddi út í réttinn ef þið viljið