Þetta er fyrsta greinin sem ég set hér inn, endilega látið vita hvað ykkur finnst.



1)
Hráefni:

Stór kjúklingur, hlutaður niður.
“Den gamle Fabrik” Appelsínumarmelaði.
Karrý eða Garam Masala


Kjúklingurinn er settur í fat og saltaður vel. Marmelaði blandað við karrý og dreift yfir kjúklinginn í fatinu. Fatið sett inn í heitan ofn (180°C) og kjúklingurinn eldaður þar til kominn er fallegur litur á marmelaðið.
Tilvalið er að bera þetta fram með tagliatelle eða hrísgrjónum því í botni fatsins myndast einstaklega bragðgóð sósa.


2)
Hráefni:

Reykt ýsa, roðflett, beinhreinsuð og skorin í bita.
Rjómi (hafið nóg af rjóma).
Sveppir, skornir í sneiðar.
Nýmalaður svartur pipar.


Sveppirnir steiktir vel í smávegis smjöri og settir í fat til hliðar. Ýsunni velt uppúr smávegis hveiti og piparinn malaður yfir hana. Svo er ýsan steikt stuttlega (í tveimur eða fleiri skömmtum ef allt kemst ekki á pönnuna í einu). Ýsan er þvínæst sett á disk og rjómanum hellt í pönnuna og safanum af sveppunum líka. Eftir smástund ætti rjóminn að sjóða. Þá er ýsunni skellt í rjómann og sveppunum skellt yfir. Svo er rjóminn látinn sjóða upp (þá þykknar sósan). Þetta þarf ekki að sjóða lengi, 15+ mínútur.

Með þessu er best að hafa nýjar íslenskar kartöflur.


Ég er ekki mikið fyrir að mæla nákvæmlega hráefnin, eins og þið sjáið. Enda finnst mér persónulegra að elda svona. :)