Hér eru nokkrar nokkrar hugmyndir sem ég fann einhvernsstaðar á netinu
Fiskibollupottur
1 stór ds fiskbollur, 1 blaðlaukur, 4 tómatar, graslaukur e.smekk, salt og pipar, ca 1 dl rifinn ostur.
sósa: 2 msk smjörlíki, 3 msk hveiti, 3 dl mjólk, 3 dl fiskbollukrfatur, salt og pipar.
Búið til sósuna. Skerið fiskbollur og blaðlauk í bita og setjið í smurt eldfast form ásamt tómötum í bátum, kryddið. Hellið sósunni yfir og rifna ostin þar ofan á. Steikt í ofni við 200 gráður í ca 20 mín.
Fiskbollur og hrísgrjón í ofni.
3 dl hrísgrjón, 1 stór ds fiskbollur, 1 ds aspas ( er í upprunalegu en ég ætla framvegis að sleppa því, fannst það VONT) 1 blaðlaukur, 3 msk smjörlíki, 3 msk hveiti, 3/4 l fiskkraftur+mjólk 150 gr rækjuostur, 2-3 egg.
Sjóðið hrísgrjónin,Búið til sósuna úr smjöri hveiti,kraftinum og rækjuostinum. Kælið aðeisn og þeytið svo eggin saman við. Hrísgrjón sett í botnin á smurðu eldföstu fati, fiskbollum og (aspas) raðað yfir ásamt blaðlaukshringjum. Sósan efst. Bakað við 200 gráðu hita í ca 40 mín, á að vera gulbrúnt.
Djúpsteikar fiskbollur.
1 ds fiskbollur, deig: 1 egg, 1 dl vatn(pilsner) 2 dl hveiti, 1 tsk salt, hrært saman.
Fiskbollum dýft í og djúpsteikar í heitri feiti með hjálp gaffla. Hrísgrjón og tómatsósa gott með.
Laugardagsgratín.
1 ds fiskbollur
gratínsósa: 2 msk smjör, 3 msk hveiti, 4 dl mjólk, 1 stórt egg, salt og pipar, sítrónusafi, 3 msk rifinn ostur. Fiskbollur skornar í tvennt og setar ú smurt eldfast mót, búið til venjulega uppbakað sósu, látið kólna aðeins áðeu en egginu er hrært saman við, hellt yfir fiskbollurnar og rifna ostin efst. Bakað við 200 gráðu hita í ca 20 mín.
Fiskbollur í rækjusósu
1 ds fiskbollur, 2 msk hveiti, 2 dl fiskkraftur, 2 1/2 dl mjólk, 100 gr rækjuostur (e. annað e. smekk)
útbúið sósuna og bætið fiskbollubitun saman við.
Svo er það fiskbollur í súrsætri eða fikbollur í tómatsósu. Ótal útfærslur til, bara prufa sig áfram. Þetta gamla heldur samt alltaf sínu í karrýsósu eða bleikri.