ef þið virkilega hafið viljastyrk til þess að spara þá verðið þið að spara á öllum sviðum, ekki bara matarlega séð. Gerið fjárhagsáætlun yfir það sem má fara í mat og það sem má fara í aðrar nauðsynjar s.s pappír, þvottaefni, sjampó og snyrtivörur.
Það er auðvitað ódýrast að versla í Bónus, þú sagðir að þið gætuð ekki verslað þar, ég geri ráð fyrir að það sé vegna vegalengda, þess vegna er sniðugt að fá að fljóta með þeim eru á leið í stórmarkað td. vinum og kunningjum.
Kaupið hrísgrjón og haframjöl, kjúklingur er ódýr í augnablikinu og á netinu er hægt að finna margar góðar kjúklingauppskriftir. Ef þið eigið stóra frystikistu kaupið þá brauð á tilboði og setjið í frystinn, eins er með tilboð á öðrum matvörum sem þið getið fryst td. kjúkling, hakk, fiskur og annað.
Nú þá er komið að öðrum sparnaði. Ef þið kaupið einhverja vissa stærð af þvottaefnisbauk er ekki svo vitlaust að reikna út hversu mikið af þvottaefni má nota skv. fjárhagsáætlun á mán og mæla svo þvottaefnið í þvottavélina, það er ótrúlegt hvað fólk notar of mikið af þvottaefni. Salernispappír er e-ð sem margir vilja til að nota mikið af, setjið upp lítið sætt skilti sem segir “sparið pappír” :) Eldhúsrúllur eru líka fokdýrar, notið frekar tuskur sem hægt er að þvo aftur og aftur + þið sparið regnskógana ;) Sjampó fæst í svona risastórum fjölskyldubrúsum sem kosta lítið, einnig sturtusápa. Kyndið eins lítið og mögulega er hægt og talið minna í símann en vanalega, notið e-mail eða hreinlega bjóðið fólki í heimsókn til þess að spjalla :)
vona að þetta gagnist e-ð :)
snowcat