1 bolli kjúklingabaunir
1 stór laukur
4 hvítlauksrif
1 tsk. Garam masala
500 g niðursoðnir tómatar
1/2 bolli rúsínur
1/2 bolli sveskjur eða apríkósur
1 msk. hnetusmjör
1 1/2 dl eplasafi
1/2 bolli kastaníuhnetur
safi úr 1/2 sítrónu
salt og mulinn pipar, ef vill
Baunirnar eru lagðar í bleyti í sólarhring, soðnar í 1 klst. og soðinu svo hellt af. Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í olíu. Ávextirinir brytjaðir og þeim bætt á pönnuna ásamt tómötunum, hnetusmjöri, eplasafa og svolitlu vatni og látið sjóða saman í ca. 20 mín. Hneturnar eru ristaðar létt. Baununum blandað saman við réttinn á pönnunni og hitað vel. Að síðustu er sítrónusafanum bætt út í ásamt helmingnum af hnetunum og salti og pipar. Hinum helmingnum af hnetunum er svo stráð yfir réttinn.
Borið fram með heimabökuðu brauði og fersku grænmetisalati.
Sá sem margt veit talar fátt