Hæ hæ allir :)
Ég veit ekki alveg hvort þetta telst vera grein en ég ætla nú samt að reyna.
Þannig er mál með vexti að ég er 19 ára stelpa og kann eiginlega ekkert að elda. Og ég er að flytja að heiman. Til að gera málið ennþá flóknara er ég að flytja til Svíþjóðar, ein því ég er að fara í skóla.
Svo það sem ég vil spyrja ykkur að, er hvort þið vitið um einhverjar kokkabækur sem ég get keypt mér? Maturinn þyrfti að vera svolítið einfaldur en samt fjölbreyttur, hollur og góður. Kannski er ómögulegt að finna alla þessa kosti í einni kokkabók en þá kaupi ég bara nokkrar.
Það væri frábært ef þið gætuð komið með einhverjar uppástungur :) Það myndi bjarga mér frá að borða bara pylsur og bjarga mér frá rosalegum símreikningi að hringja alltaf í mömmu ;)
Kveðja, Karen.