Hérna kemur smá uppskrift að ísrétt sem að frænka mín kenndi mér.
Þetta er ekki beint nein uppskrift en gott er þetta. Þetta er mjög fátæklegur ísréttur sem að flestum finnst hreint og beint ógeðslegt að hugsa um en það er bara af því að þeir hafa ekki prófað hann, svo ég hvet ykkur kæru hugarar til að prófa þennann lauflétta og bragðgóða ísrétt.
Það sem þú þarft er:
Vanillu ís (má líka vera öðruvísi ís en vanillu finnst mér bestur)
Poki af örbylgju-poppkorni
ein plata af suðusúkkulaði
Poppaðu poppkornið. Á meðan poppið poppast bræddu þá suðusúkkulaðið í potti. Þegar suðusúkkalðið er bráðið tekurðu það af hellunni og leyfir því að kólna á meðan þú setur ís í skál og hellir slatta af poppkorni yfir ísinn. Síðan tekurðu suðusúkkulaðið og hellir rausnarlega yfir ísinn.
Ég veit að þetta hljómar ógeðslega og það var líka það fyrsta sem ég hugsaði þegar mér var sagt frá þessu. En treystið mér. Þetta er æðislegt.
Verði ykkur að góðu
kveðja
vampire
“don't dream it….. be it!!”