Pasta la Blankó Formáli:
Þessi réttur er mín eigin heimasmíð en vegna einfaldsleika hans geri ég ráð fyrir að aðrir hafa fundið þetta upp áður.
Skammturinn er fyrir einn og er það vegna þess að þetta er piparsveinaréttur og ég mæli alls ekki með honum til að vinna hjarta nokkurs manns eða konu.

Innihald:
10 dl. vatn
uþb. 200 spagetistangir no°5
2 msk. ólífuolía
1 tsk. rauðvínsedik
uþb. 1 tsk oregano
Grófmalaður svartur pipar
Tómatsósa

Framreiðsla:
Blandið saman vatni, ólífuolíu, ediki og oregano saman í pott, setjið á hæsta hita og bíðið eftir suðu. Þegar suðan hefur komið upp setjið þá spagetíið í pottinn og látið sjóða í svona 5-7 mín, eða þangað til spagetíið er orðið mjúkt.
Serverið með tómatsósu og svörtum pipar.

Eftirmáli:
Þessi réttur er eins og fyrr segir fyrir einn og er nokkuð vel skammtað þar sem þetta er sennilega frekar næringar lítið og oft er maður orðin mjög svangur þegar manni dettur ekkert betra í hug að elda.
Ein helsi kosturinn við þennan rétt er að þetta er mjög ódýrt og gefur nafnið það til kynna.

Verði ykkur að góðu.