Fyrir 4
2 kjúklingabringur, skinn og beinlausar
8 msk. sojasósa
2 laukar, saxaðir
2 gulrætur, skornar í ræmur
1 lítill blaðlaukur, skorinn í ræmur
1 kúrbítur, skorinn í ræmur
2-3 blöð kínakál, saxað
10 ferskir sveppir, skornir í sneiðar
3 msk. olía
2 tsk. rifin engiferrrót
2 tsk. púðursykur
1½ dl. kjúklingasoð
2 msk. maizenamjöl
1 dl. vatn
1 tsk. vínedik
3 dl. soðin hrísgrjón
Skerið kjúklingabringurnar í mjóar ræmur og dreypið 4 msk. af sojasósunni yfir og látið standa í 10 mínútur. Snöggsteikið kjúklingastrimlana á vel heitri pönnu í 2 til 3 mínútur, takið þá af pönnunni og steikið allt grænmetið á sama hátt. Bætið engiferrótinni og púðursykrinum á pönnuna og látið krauma í 5 mínútur. Hellið kjúklingasoðinu yfir grænmetið og látið suðuna koma upp, bætið kjúklingabitunum út í. Hrærið saman maízenamjöli, vatni og ediki og hellið yfir réttinn. Látið suðuna koma upp og bætið hrísgrjónunum að lokum út í.
Sá sem margt veit talar fátt