Ýsuflök (1 stórt eða 2 lítil)
1 banani
2 dl rjómi
2 egg
100 g rækjur
1 paprika
ostur
hveiti
salt og pipar
köd- og grillkrydd
rasp
Eggin eru þeytt með 1/2 dl af rjóma og hveitið hrært út í. Fiskurinn er kryddaður báðu megin með salti, pipar og köd- og grillkryddi. Fisknum er dýft í þessa sósu og steiktur við meðalhita á pönnu örlitla stund. Hann er síðan lagður í eldfast fat. Rækjurnar, bananinn og paprikan eru steikt í smjöri og lögð ofan á fiskinn. Afgangurinn af rjómanum er settur yfir
og síðan rifinn ostur og rasp. Bakað við 200°c í ca. 20 mín. Gott að leggja álpappír yfir til að byrja með.
Sá sem margt veit talar fátt