Ég ættla nú að segja ykkur frá mjög auðveldu jólaconfekti, þetta er eins auðvelt og það gerist. Þetta er ættlað fyrir þá sem vita sem minnst og vher sem er getur gert krakkar og fullorðnir.

Jæja, þið þurfið í þessa uppskrift:

1 kartafla
500 gr flórsykur
bananaessen eða bananadropa (þetta er það sama bragðefni, einig má nota önnur bragð efni eins og myntudropa)
matarlit má vera hver sem er gætuð haft mismunandi liti en þá þurfiði náttúrulega að setja þetta í tvö ílát.
Suðusúkkulaði til hjúpunar (magn ræðst af því hvað þið ættlið að gera þykkan hjúp eða hversu mikið þið gerið, hafið bara nóg við hendina)

Hvað á að gera:
Það fyrsta sem þið gjörið er að koma ykkur í jólastemmingu og byrja að skræla kartöfluna. Síðan stappiði hana mjög vel þetta á að vera algjör grautur. Síðan setjiði flórsykurinn útí en ekki setja alveg allan geymið svona syrka 100gr bara mælið með auga þarf ekki að vera nákvæmt. Reynið að blanda kartöfluni og flórsykrinum án nokkurs vökva. Setjið svo ögna af bragð efni aðeins nokkra dropa því þetta er sterkt setjið svo matarlitin bara lítið þið getið bætt meira af matarlit ef það vantar lit, en aðeins ef deigið er ekki orðið of blaut það má alls ekki verða of blautt. Þegar þið eruð búin að þessu skuluð þið smakka aðeins af þessu og gá hvort bragðið sé fínt ef það er og sterkt bætiði við smá flórsykri eftir þörfum og eða matarlit en ef það er of dauft fyrir ykkar smekk bætið við smá bragðefni en ekki of mikið og setjið flórykur líka ef það verður of blautt.

Síðan skaltu taka lítin bút úr deiginu og gera form úr því kúla er auðveld en ef þú ert með bananabragðefnið væri gaman að gera svona bananalaga form úr því eftir að þú hefur gert öll formin skaltu hjúpa þau með súkkulaði annað hvort með pensli eða bara dýfa því ofan í sem er auðveldast held ég.


Ef það er eitthvað fleira sem ykkur langar að vita þá getiði bara spurt :)

-= Meira =-

Þetta er líka bráðauðvelt, þetta er smá daimkonfekt sem þarf ekki mikið í.

Þú þarft:

Marsipan ( þetta þekkir fólkið í búðini þetta er í bleikum umbúðum um 500gr held ég ættu að vera nóg í nokkuð mikið konfekt )
Daimkúlur ( Þetta eru litlu rauðu pokarnir kauptu ein, eða tvo ef þú vilt afgangin líka :)
Suðusúkkulaði (mæli með nóa siríus)

Þú byrjar bara á því að taka marsipan og gera flata hringi eða kassa sem meiga vera þykkir svo seturu nokkrar daimkúlur ofan á(svona 4 stykki ca.) og leggur svo marsipaninn saman í kúlu og hjúpar svo með súkkulaði.


# Ef þú veist ekki hvernig þú átt að bræða súkkulaði…
Það er auðvelt einfaldlega stingu því í örbylgjuofnin og bræddu, en ef hann er ekki til staðar skaltu setja það í pott eða sterkt gler ílát og setja það ofaní annan pott með vatni og hita svo vatnið sem síðan muna hita vatnið.