Um daginn hélt ég veislu í skólanum, ásamt öðrum konum sem eru í sama námi ég. Við buðum stjórnendum skólans í mat og heppnaðist allt voða vel. Aðalrétturinn var kalkúnn og var eftirfarandi uppskrift notuð. Hún er alveg skotheld og var enginn illa svikinn.
Jólakalkúnn
(4-5 kg)
Hreinsið og þerrið fuglinn vel að utan og innan. Setjið fyllingu undir hálsskinnið og festið með tannstöngli. Setjið afganginn inn í fuglinn. Saumið fyrir. Smyrjið fuglinn vel með bráðnu smöri áður en hann er settur í ofninn. Kryddið með salti, pipar, sage, timían og rósmarín. Setjið fuglinn á grind í ofnskúffu og álpappír yfir þá helst kjötið safaríkara. Setjið sérstakan álpappír utan um lærin. Steikið í ofni við 150°c og ætlið 45 mín. fyrir hvert kíló sem fuglinn vegur. Stingið með prjóni í lærið innanvert til að vita hvenær hann er fullsteiktur. Ef safinn er glær er fuglinn tilbúinn. Hækkið hitann í 200°c þegar hálftími er eftir af steikingartímanum og takið álpappírinn frá svo kjötið nái að brúnast. Gott er að ausa soði yfir fuglinn nokkrum sinnum á meðan á steikingu stendur.
Fylling:
1 brauð, skorpulaust, - 2-3 daga gamalt, tætt í bita
sage
timían
rósmarín
pipar
salt
1/2 laukur, smátt brytjaður
3 sellerístilkar
1 rautt epli
ca. 50 g brætt smjör
soðið vatn
Skerið eplið, sellerí og laukinn fremur smátt og látið malla í smjörinu þar til laukurinn er orðinn glær. Myljið kryddin út í blönduna. Setjið þetta í skál og bætið tættu brauðinu út í. Þetta verður fremur þurr og feit blanda, bleytið upp í þessu með soðnu vatni og hrærið í með sleif. Þetta má ekki vera of blautt því fyllingin dregur í sig safa úr kalkúninum á meðan hann steikist.
Sósan:
Soð:
Steikið innyflin sem fylgja með í smjöri þar til þau taka lit. Sjóðið þau í vatni og
kalkúnakrafti (Oscars) lengi (helst 1 1/2-2 tíma) við lágan hita.
Sjóðið eftirfarandi með:
2 sellerístöngla (í bitum)
2 gulrætur (í bitum)
1 lauk (skorinn í fernt)
sage
rósmarín
timían
vatn
Sá sem margt veit talar fátt